Innlent

Hófleg bjartsýni á að sátt náist áður en til verkfalls kemur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Deiluaðilar munu hittast aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara á mánudag.
Deiluaðilar munu hittast aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara á mánudag. vísir/vilhelm
„Við erum hóflega bjartsýnir á að sátt náist áður en til átaka kemur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjómenn og útvegsmenn komu saman til fyrsta fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag eftir að sjómenn samþykktu að fara í ótímabundið verkfall 10. nóvember, ef ekki semst fyrr.

Valmundur segir mikið bera í milli og að langt sé í land, en sjómenn leggja mikla áherslu á að jafna fiskverð og að tekið verði á mönnunarmálum á fiskiskipum.

Jafnframt vilja þeir bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar á sköttum, hækkun á fatapeningum og að í skrefum verði svokallað nýsmíðiálag lagt af, en það felur í sér tíu prósenta lækkun launa sjómanna fyrstu sjö árin eftir að útgerðin kaupir nýtt skip sem þeir fara að vinna á, svo fátt eitt sé nefnt.

„Við vorum sammála um að halda áfram að ræða saman. Við vorum settir í vinnu að safna upplýsingum um ákveðin mál. Það er langt í land en við erum allavega byrjaðir að ræða saman,“ segir Valmundur og bætir við að ákveðið hafi verið að deiluaðilar muni hittast aftur á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.


Tengdar fréttir

Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski

Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×