Erlent

Höfðu hendur í hári Músarinnar

Jakob Bjarnar skrifar
Músin var handtekin í Alicante en Músin er sögð höfuðpaur Skrifstofunnar.
Músin var handtekin í Alicante en Músin er sögð höfuðpaur Skrifstofunnar.
Spánska lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún greinir frá því að hafa haft hendur í hári Músarinnar, sem svo er kölluð, eða Hernan Alonso Villa en hann hefur lengi verið efstur á lista yfir eftirlýsta glæpamenn.

Músin er sögð höfuð gengis sem stjórnar yfir 200 manns sem smygla og dreifa fíkniefnum. Villa var handtekinn í Alicante í Suður-Spáni eftir að hann hafði sætt eftirliti í yfir mánuð. Músin er sögð höfuðpaur Skrifstofunnar, sem er starfsemi sem sér um dreifingu og smygli kókaíns til Spánar, Bandaríkjanna og Hollands, að sögn yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×