Viðskipti innlent

Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú.
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú.
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög.

Mjólkursamsalan var sektuð  um 370 milljónir króna fyrir að mismuna aðilum á markaði með því að hækka verð á hrámjólk til samkeppnisaðila. Mjólkurbúið KÚ kærði málið á sínum tíma en Ólafur segir að fyrirtækið hafi tapað mörg hundruð milljónum vegna málsins.

„Við munum höfða skaðabótamál á hendur MS og okkar grunnkrafa miðar við að beint fjárhagstjón okkar sé í kringum 200 millljónir en afleitt tjón hleypur á mörg hundruð milljónum,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir

MS sektað um 370 milljónir króna

Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×