Enski boltinn

Hodgson stefnir á sigur á EM í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roy Hodgson á HM.
Roy Hodgson á HM. vísir/getty
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, er hættur að spá í því sem gerðist hjá liðinu á HM í Brasilíu. England vann ekki leik í riðlakeppninni og var sent heim með eitt stig eftir tvö töp og eitt jafntefli.

Spennan er ekki mikil fyrir enska landsliðinu þessa dagana, en aðeins 17.000 miðar eru seldir á vináttuleik liðsins gegn Noregi sem fram fer á Wembley í byrjun september.

Þrátt fyrir allt saman stefnir Hodgsons á gott gengi á EM í Frakklandi eftir tvö ár.

„England fer aldrei á stórmót án þess að reyna að vinna það,“ segir Hodgson. „Það verða sterkari lið en við á EM, en við vitum hversu lítill munurinn er.“

„Það hafa lið eins og Danmörk og Grikkland unnið stórmót sem enginn bjóst við. Við munum setja okkar leik vel upp og reyna að gefa leikmönnunum eins mikið sjálfstraust og hægt er,“ segir Roy Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×