Enski boltinn

Hodgson: Mikill heiður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy í eldlínunni.
Roy í eldlínunni. Vísir/Getty
Roy Hodgson, stjóri enska landsliðsins, segir að það sé mikill heiður að undanúrslita- og úrslitaleikir Evrópumótsins árið 2020 verði spilaðir á Wembley.

„Mér finnst þetta vera frábært og gífurlegur heiður. Greg Dyke, Alex Horne og öll stjórn enska knattspyrnusambandsins hefur lagt mikið á sig," sagði Hodgson.

„Ég held að þetta sé gott fyrir landið, knattspyrnuna okkar og mér finnst þetta frábær kostur. Wembley er frábær völlur og London frábær borg, svo ég held að þetta sé góður kostur."

„Að spila á þínum heimavelli er mikið forskot og ég held að þetta verði mikil hvatning fyrir okkar unga lið," sagði Hodgson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×