Fótbolti

Höddi Magg um Melo: Hversu mikil steik getur einn maður verið? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Felipe Melo, miðjumaður Galatasaray, átti að fá beint rautt spjald í leik gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem Tyrkneska liðið tapaði, 4-1.

Á 38. mínútu straujaði hann Sílebúann AlexisSánchez niður með tveggja fóta tæklingu en slapp ótrúlegt en satt með gult spjald.

„Hann er gangandi gult spjald, Felipe Melo. Hann skilur ekkert í þessu - alveg steinhissa,“ sagði Hörður Magnússon sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 3 í gærkvöldi.

Þegar endursýningarnar hófust fór Höddi svo á flug eins og honum einum er lagið:

„Sjáið þetta þetta rugl hérna hjá Felipe Melo. Þetta er bara steypa. Tveggja fóta tækling. Þetta er rautt spjald að mínu mati - hann á að fara,“ sagði hann og bætti við:

„Þetta er bara fótbrotstækling - algjör skandall að sjá þetta. Og að maðurinn skuli mótmæla þessu. Þarna átti ítalski dómarinn að reka manninn út af. Hversu mikil steik getur einn maður verið, Felipe Melo?“

Tæklinguna með lýsingu Harðar Magnússonar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Welbeck hefur komið Wenger á óvart

Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann skoraði 3 mörk fyrir Arsenal í 4-1 sigri á Galatasaray og knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var sáttur með strákinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×