Innlent

Hnífstunguárás á Frakkastíg: Vegfarendur komu fórnarlambinu til bjargar

ingvar haraldsson skrifar
Lögregla girti Frakkastíg af vegna árásarinnar.
Lögregla girti Frakkastíg af vegna árásarinnar.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til 12. september yfir manni sem grunaður er um hnífstunguárás á Frakkastígþann 9. ágúst síðastliðinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að fórnarlamb árásarinnar hafi verið stungin fjórum sinnum; yfir hægri öxl, yfir hægra herðablaði, stungu í hægri lægri bakhluta brjósthols og í hægri nára. 

Í úrskurði Héraðsdóms kemur einnig fram að vegfarendur hafi komið á milli árásarmannanna og fórnarlambsins sem þá hafi legið í jörðinni. Þar hafi einn vegfarandi gripið í hendina á árásarmanninum og náð hnífnum af manninum.

Hinn kærði segist ekkert muna frá kvöldinu né árásinni sem átti sér stað á áttunda tímanum. Maðurinn segist hafa gengið út af bar þegar hópur útlendinga ráðist á hann fyrirvaralaust. Þar hafi hann fengið þungt höfuðhögg og muni því lítið. Hann hefur einnig neitað því að vera vopnaður og muni ekki eftir því að hafa stungið fórnarlambið. Þó viðurkennir hann að hann hljóti að hafa gert það miðað við framburð vitna og upptökuna sem honum hafi verið sýnd.

Maðurinn segist einungis hafi einungis neitt áfengis en beðið er eftir niðurstöðu rannsóknar á blóðsýnum úr manninum sem rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum sér um.

Lögregla segist hafa rætt við fjölda vitna sem segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á fórnarlambið að því er virðist af tilefnislausu. Þar hafi m.a. slegist með beltum en árásarmanninum hafi tekist að slá fórnarlambið með hnífskefti. Maðurinn hafi þá gengið á brott upp Frakkastíg í átt að Laugarvegi og komið arkandi til baka með annan hníf á lofti og stungið fórnarlambið ítrekað. Meðal annars eftir að hann féll í götuna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×