Innlent

Hnífstunga í Kópavogi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.
Árásin átti sér stað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. vísir/gva
Lögreglan hefur handtekið einn í tengslum við hnífstunguárás sem átti sér stað á Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins við Digranesveg í Kópavogi á níunda tímanum í morgun. Kona var stungin en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hún slasaðist.

Sérsveit lögreglu var kölluð út vegna málsins en hin slasaða mun hafa verið starfsmaður á stöðinni. Hún hefur verið flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Sérsveitarmenn hafa yfirgefið svæðið en tækni- og rannsóknardeild lögreglu er enn á vettvangi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort meintur árásarmaður sé skjólstöðingur á stöðinni.

Greiningarstöðinni hefur verið lokað, og verður lokuð í dag.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11.20.

Frá vettvangi um kl 10 í morgun.vísir/gva



Fleiri fréttir

Sjá meira


×