MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Hnefaleikaţjálfari Diaz segir ađ Conor sé á sterum

 
Sport
14:30 29. FEBRÚAR 2016
Diaz er hér ađ rífa kjaft viđ Conor á blađamannafundi ţeirra félaga.
Diaz er hér ađ rífa kjaft viđ Conor á blađamannafundi ţeirra félaga. VÍSIR/GETTY

Nate Diaz gerði yfirmenn UFC öskureiða er hann hélt því fram á blaðamannafundi með Conor McGregor að allir í UFC væru á sterum.

UFC stærir sig af því að vera með besta lyfjaprófunakerfi í öllum íþróttum Bandaríkjanna. Því kerfi var breytt síðasta sumar og UFC borgar bandaríska lyfjaeftirlitinu mikinn pening fyrir lyfjaprófin sem þeir taka.

McGregor reiddist einnig. Sagðist vera á móti steranotkun og benti Diaz á að æfingafélagar hans hefðu fallið á lyfjaprófi. McGregor fer mjög reglulega í lyfjapróf og hefur aldrei fallið.

Nú hefur hnefaleikaþjálfari Diaz, Richard Perez, haldið ófrægingarherferðinni áfram.

„Ég trúi því svo sannarlega að Conor sé á einhvers konar sterum. Hann er frekar stór. Það er mjög einkennilegt hvernig hann getur ákveðið að fara upp um vigt með skömmum fyrirvara. Það er eitthvað í gangi,“ sagði Perez en orð hans, og Diaz, eiga ekki eftir að fara vel ofan í McGregor.

Bardagi Conor og Diaz um næstu helgi verður í beinni á Stöð 2 Sport. Þá berjast einnig Holly Holm og Miesha Tate.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Hnefaleikaţjálfari Diaz segir ađ Conor sé á sterum
Fara efst