Handbolti

HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson þjálfari austurríska landsliðsins.
Patrekur Jóhannesson þjálfari austurríska landsliðsins. Vísir/Eva Björk
Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta.

Austurríki tapaði 29-27 á móti Katar í afar spennandi leik þar sem króatísku dómararnir Matija Gubica og Boris Milosevic áttu marga vafasama dóma í leiknum. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik en liðið var útaf í heilar fjórtán mínútur í leiknum.

„Mér fannst að dómgæslan hjá króatísku dómurunum hafi orkað tvímælis. Það voru margir dómar í þessum leik sem voru spurningamerki. Ég segi ekki að dómurunum hafi verið mútað en það voru atriði í leiknum þar sem sást að heimaliðið varð að fara áfram. Mér fannst það því miður svolítið línan í þessum leik," sagði Guðjón Guðmundsson.

Það var síðan farið yfir nokkra furðulega dóma í leiknum en alla umræðuna og umdeildu dómana má finna í myndbandinu hér fyrir ofan.

„Della", „Bíó" og „Á hvað er verið að dæma" kemur meðal annars frá Gaupa þegar hann fer yfir þessa stórfurðulegu dóma króatíska dómaraparsins.  Nú getið þið dæmt sjálf með því að skoða þetta myndaband frá leiknum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Guðjón: Auðvitað gerir læknirinn hrikaleg mistök í máli Arons

Aron Pálmarsson lék ekki með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum liðsins á HM í handbolta í Katar og Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, ræddi mál Arons í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport í gær.

Patrekur og félagar úr leik

Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×