Fótbolti

HM í dag: Lopapeysuklæddir Nígeríumenn í flugnabúrinu í Volgograd

Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar
Strákarnir okkar geta stigið risaskref í átt að sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Nígeríu í dag.
Strákarnir okkar geta stigið risaskref í átt að sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Nígeríu í dag. Vísir/Hjalti
Það er kominn leikdagur í Volgograd í Rússlandi þar sem sagan drýpur af hverju strái. 22. júní er dagur sem við knattspyrnuunnendur kunnum vel að meta. Arnórs Ingva Traustasonar - dagurinn en 2-1 sigurinn á Austurríki vannst í París fyrir sléttum tveimur árum.

Kolbeinn Tumi og Tómas Þór eru staddir mitt á milli Volgograd Arene, flugnabúrsins, og Móður Rússlands, 85 metra styttu til minningar um það þegar sókn Þjóðverja í austurátt var stöðvuð í seinni heimsstyrjöldinni.

Hvernig bregst Heimir við meiðslum Jóa Berg? Eru 20 þúsund Íslendingar á leiðinni á völlinn? Af hverju eru Nígeríumenn klæddir í lopapeysu í 30 stiga hita? Svör við sumum þessara spurninga fást í þætti dagsins, HM í dag.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×