Fótbolti

HM í dag: Barist við flugurnar á bökkum Volgu

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Húsvíkingar við Volgu. Fallegt en enginn Skjálfandi.
Húsvíkingar við Volgu. Fallegt en enginn Skjálfandi.
HM í dag heilsar við stórfljótið Volgu í Volgograd. Íslenski hópurinn kom til þessarar merku borgar í gær.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson fengu sér stuttan göngutúr niður að Volgu þar sem hitinn var kominn í 27 gráðurnar klukkan átta í morgun.

Við Volgu var óbærilegt að vera sökum flugnagers. Þetta var eins og á sumardegi við Mývatn.

Strákarnir ræddu um þessa merku borg sem áður hét Stalíngrad. Hér var blóðugasti bardaginn í Seinni heimsstyrjöldinni og féllu tæpar tvær milljónir manna í bardaganum sem stóð yfir í rúma fimm mánuði.

Einnig var rætt um ferðalagið til borgarinnar sem og framhaldið. Þáttinn má sjá hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×