Enski boltinn

HM-hetja Bandaríkjanna tekur sér frí frá landsliðinu

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Tim Howard einbeitir sér nú að Everton og börnunum.
Tim Howard einbeitir sér nú að Everton og börnunum. vísir/getty
Tim Howard, markvörður Everton og bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, hefur ákveðið að taka sér frí frá landsliðinu.

Hann hefur spilað á Englandi; fyrst með Manchester United og svo Everton, undanfarin tólf ár, en nú vill hann eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

„Ég er þakklátur Jürgenklinsmann fyrir að veita mér þetta tækifæri til að eyða meiri tíma með börnunum mínum og fá einnig tækifæri til að vinna mér inn stöðuna aftur þegar ég sný aftur í landsliðið,“ segir Howard á Facebook-síðu sinni.

„Ég skil það mæta vel, að ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í byrjunarliðinu þegar ég kem aftur, og ég hlakka til þess. Líkamlega líður mér vel og ég mun halda áfram fram að næstu heimsmeistarakeppni.“

Tim Howard var besti leikmaður Bandaríkjanna á HM í Brasilíu, en hann setti met í 16 liða úrslitunum þegar hann varði 16 skot frá Belgum í framlengdum tapleik.

Þetta er vatn á myllu BradsGuzans, markvarðar Aston Villa, sem fær nú loks tækifæri í byrjunarliðinu. Framundan hjá bandaríska liðinu er Suður-Ameríkukeppnin og Gullbikarinn.


Tengdar fréttir

HM-draumur Arons og félaga á enda - Belgar unnu í framlengingu

Kevin De Bruyne og varamaðurinn Romelu Lukaku tryggðu Belgum 2-1 sigur á Bandaríkjamönnum í lokaleik sextán liða úrslita HM í fótbolta í Brasilíu í kvöld. Þetta var fimmti leikur sextán liða úrslitanna sem fór í framlengingu og annað kvöldið í röð þar sem þrjú mörk voru skoruð í framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×