Handbolti

HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar

Íslenska landsliðið og allir íslensku þjálfararnir eru úr leik á HM 2015 í handbolta. Síðustu menn kvöddu í gærkvöldi þegar lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska liðinu töpuðu fyrir Katar og Guðmundur Guðmundsson mátti þola tap gegn Spáni á síðustu sekúndu leiksins.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson fara yfir gengi Íslendinganna í útsláttarkeppninni á HM í fjórða þætti HM-Handvarpsins, hlaðvarpi Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta.

Sjá einnig:HM-Handvarpið: Það nennir enginn í Forsetabikarinn

Íslenska landsliðið stendur á tímamótum og ræddu menn orð Ólafs Stefánssonar um framtíð liðsins. Hvernig verður liðið skipað þegar það mætir til leiks aftur í undankeppni EM í lok apríl?

Hver er framtíðarsýn félaganna og sambandsins? Hvar finnum við stóru strákana og/eða nýja og öfluga varnarmenn? Það er mikið af spurningum ósvarað um íslenskan handbolta í dag.

Landslið Katar, sem getur orðið fyrsta Asíuliðið til að fara í úrslit á HM, er rætt og eru menn sammála um að þessi tilraun gæti orðið mjög slæm fyrir handboltann til lengri tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×