Körfubolti

Hlynur: Verðum betra lið á hverju ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sextán manna hópur íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir undankeppni EM 2017 var tilkynntur í dag.



Framundan eru sex leikir gegn Sviss, Belgíu og Kýpur en íslenska liðið stefnir á að endurtaka leikinn frá því fyrir ári og komast í lokakeppni EM.

„Við erum með fullt af góðum leikmönnum og mér finnst yngri leikmennirnir vera að bæta sig. Við verðum betra lið á hverju ári,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þrjá sterka leikmenn vantar í íslenska liðið frá EM á síðasta ári. Helgi Már Magnússon hefur lagt skóna á hilluna, Jakob Örn Sigurðarson er hættur í landsliðinu og Pavel Ermolinskij er meiddur.

„Það er verið að kalla þá af velli, einn af öðrum. En ég á nóg eftir,“ sagði Hlynur kíminn. Hann ætlar að halda áfram að gefa kost á sér í landsliðið.

„Meðan ég er sæmilegur og get hjálpað til og finnst þetta ekki orðið leiðinlegt ætla ég að spila áfram,“ sagði Hlynur.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×