Körfubolti

Hlynur: Pirraður að fá ákveðnar þjóðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland fékk erfiðan riðil á EM í körfubolta en dregið var í Tyrklandi í dag. Vitað var að Ísland yrði með Finnlandi í riðli og að leikirnir færu fram í Helsinki. En þær þjóðir sem bættust við voru Frakkland, Grikkland, Slóvenía og Pólland.

„Það verður gaman að fara til Tyrklands í úrslitakeppnina,“ gantaðist Hlynur við Arnar Björnsson eftir að dregið var í dag en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

„Mér líst reyndar ekkert sérstaklega á þetta ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hefði viljað fá aðrar þjóðir úr nokkrum flokkum,“ sagði Hlynur en Ísland fékk líka mjög sterkan riðil á EM í fyrra.

„Það verður samt gaman að spila við þessar þjóðir - alveg eins og síðast. En ég var samt pirraður að fá Slóveníu og Grikkland, ég hefði kosið aðrar þjóðir úr þeim styrkleikaflokkum.“

„En þessi pirringur varir rétt á meðan að drátturinn er í gangi og maður á sér enn einhverja óskamótherja. En við vorum nálægt því að vinna stórar þjóðir í fyrra og kvíðum því ekki að spila við þessi lið nú. Þetta verður fjör og áskorun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×