Körfubolti

Hlynur: Jón Arnór kunni þetta sem betur fer

Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar
Hlynur Bæringsson var frábær í fyrri leiknum á móti Bretum.
Hlynur Bæringsson var frábær í fyrri leiknum á móti Bretum. vísir/vilhelm
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, var ánægður með hvað Jón Arnór Stefánsson var vel með á nótunum á fyrstu æfingu Jóns í Koparkassanum í London í kvöld.

 

Jón Arnór hefur ekki spilað með íslenska liðinu á árinu en hefur æft með strákunum og það munaði mikið um það.

 

Það þurfti því ekki að fara eitthvað aukalega í gegnum áherslur og leikskipulag liðsins á æfingunni í kvöld vegna innkomu Jóns Arnórs eða Helga Más Magnússonar en CraigPedersen og aðstoðarþjálfarar hans ArnarGuðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fínstilltu það sem þurfti fyrir átök morgundagsins.

 

Jón Arnór Stefánsson fékk góð meðmæli frá landsliðsfyrirliðanum. „Hann kunni þetta sem betur fer enda er hann nú sæmilega vel gefin. Það var ágætt að þurfa ekki að hlaupa of oft með honum í gegnum þetta," sagði Hlynur léttur eftir æfinguna.

 

Íslenska liðið leit vel út á æfingunni og strákarnir eru einbeittir í því að endurskrifa íslensku körfuboltasöguna á morgun. Hlynur segir samt að þessi æfing daginn fyrir leik geti reynst honum oft erfið.

 

„Mér finnst alltaf erfiðara daginn fyrir leik en á leikdag því hjá mér er hugurinn er alltaf kominn í leikinn. Þetta var nokkuð gott í dag og var tilraun til þess að fá hugann til að einbeita sér að einhverju öðru en að sitja og hugsa um næsta leik," sagði Hlynur.

 

Ísland mætir Bretlandi klukkan 18.35 að íslenskum tíma á morgun en með sigri tryggja íslensku strákarnir sér annað sætið í riðlinum og nánast öruggt sæti á EM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×