Erlent

Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna grunsamlegar tösku

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kastrup-flugvelli. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Kastrup-flugvelli. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregla í Kaupmannahöfn girti nú síðdegis stóran hluta Kastrup-flugvallar af eftir að grunsamleg taska fannst á lestarfalli á flugvellinum. Flugstöð 3 var rýmt og biðu flugfarþegar fyrir utan flugstöðina.

Flugstöðin hefur nú aftur verið opnuð.

Taskan fannst klukkan 15:30 að staðartíma. Eyrarsundslestirnar og metro-lestirnar stoppa á tímabili ekki á flugvellinum.

Í frétt danska ríkisúrvarpsins kemur fram að sprengjuhundar hafi verið sendir á staðinn, en nokkru síðar hafi flugstöðin verið opnuð á ný. Í ferðatöskunni reyndust vera föt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×