Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð Símans upp um þrjú prósent í milljarð króna viðskiptum

Hörður Ægisson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í afkomutilkynningu í gær að félagið horfði stolt á afrakstur síðasta árs.
Orri Hauksson, forstjóri Símans, sagði í afkomutilkynningu í gær að félagið horfði stolt á afrakstur síðasta árs.
Gengi hlutabréfa Símans hefur hækkað um þrjú prósent í rúmlega milljarð króna viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið birti ársuppgjör sitt eftir lokun markaða í gær þar sem meðal annars kom fram að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – hefði aukist um liðlega 450 milljónir á fjórða ársfjórðungi og numið samtals 2.103 milljónum.

Þá hafa bréf Icelandair einnig hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi í 1.180 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins er núna 16,6 krónur á hlut.

Hlutabréfaverð N1 hefur hins vegar lækkað mikið í Kauphöllinni í morgun, eða um 5,2 prósent, en fyrirtækið birti í gær ársuppgjör sitt þar sem kom fram EBITDA-hagnaður hefði verið 3.625 milljónir á árinu 2016 og aukist um meira en 600 milljónir frá fyrra ári.

Í afkomutilkynningu félagsins sagði einnig að órói á olíumörkuðum muni valda sveiflum á framlegð og fjárbindingu, verkfall sjómanna hafi neikvæð áhrif á rekstur félagsins og að óvissa sé á almennum vinnumarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×