Viðskipti erlent

Hlutabréfahrun heldur áfram í Japan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Nikkei vísitalan í Japan féll um 2,3 prósent í dag.
Nikkei vísitalan í Japan féll um 2,3 prósent í dag. vísir/getty
Hlutabréfavísitalan Nikkei 225 í Japan hélt áfram að lækka í dag eftir að hafa falllið um 5,4 prósent í gær.

Í dag féllu vísitalan um 2,3 prósent og lokaði í 15.713,39 stogum.

Vísitalan hefur lækkað um yfir 20 prósent frá því á miðju ári í fyrra. Fjárfestar á markaðnum eru að missa trú á hlutabréfunum. Meðal þess semhefur spilað inn í áhyggjur þeirra er sterkara gengi yen, sem hefur neikvæð áhrif á útflutning.

Vikan byrjar illa á hlutabréfamörkuðum víðsvegar um heiminn, meðal annars í Evrópu, þar sem hlutabréf hafa fallið síðustu tvo daga.

 


Tengdar fréttir

Hlutabréfahrun í Japan

Nikkei 225 vísitalan hefur ekki lækkað meira á einum degi í þrjú ár.

Stormasamt upphaf viku á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréf víðsvegar um heiminn lækkuðu á mánudag og þriðjudag. Á mánudaginn hrundu hlutabréf á evrópskum mörkuðum. Nikkei 225 hlutabréfavísitalan í Japan féll í kjölfarið um 5,4 prósent eða um 918,86 stig í gær. Ljóst er því að vikan byrjar illa á hlutabréfamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×