Viðskipti erlent

Hlutabréf í Twitter aldrei lægri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Við opnun hlutabréfamarkaða í morgun lækkaði gengi hlutabréfa í Twitter niður í 13,9 dollara, eða útboðsgengi fyrirtækisins þegar það var skráð á markað í lok árs 2013.

Hlutabréf í Twitter lækkuðu mest um allt að þrjú prósent í morgun en hafa nú lækkað um 2,6 prósent það sem af er degi. Fjárfestar virðast vera að selja bréf sín í gríð og erg.

Undanfarin misseri hefur forsvarsmönnum Twitter ekki tekist að fjölga notendum sem hefur gert það að verkum að fjárfestar hafa misst trú á fyrirtækinu og í kjölfarið hafa bréfin lækkað. 

Í síðustu viku kynnti félagið svo ársfjórðungsuppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung ársins sem sýndi að tekjur voru undir væntingum og að fyrirtækið spái ekki miklum vexti á núverandi ársfjórðungi. Auglýsingatekjur voru einnig undir væntingum á fjórðungnum. Sérfræðingar telja að fyrirtækið gæti verið að missa auglýsingar til samkeppnisaðila sinna Snapchat, Instagram og Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×