Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair hækkað í kjölfar tilkynningar

ingvar haraldsson skrifar
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað í dag.
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað í dag. vísir
Hlutabréf í Icelandair hækkuðu fyrir hádegi í dag um 2%. Hækkunin kemur í kjölfar tilkynningar frá félaginu um að búist væri við betri afkomu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildarvelta viðskiptanna nam 394 milljónum króna.



Í tilkynningu frá Icelandair í morgun
kom fram að sætanýting og nýting hótelherbergja hefði verið betri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og því yrði EBITDA félagsins einungis neikvæð um 2-4 milljónir dollara á ársfjórðungnum.


Tengdar fréttir

Virði Icelandair Group margfaldast

Forstjóri Icelandair Group telur að fyrirtækið geti enn vaxið. Markaðsvirðið hefur aukist um 507 prósent á fimm árum. Vöxtinn má einkum rekja til aukinna flutninga. Áfangastöðum félagsins hefur fjölgað úr 27 í 39, en leiguflug dregst saman.

Elding gataði nef flugvélar Icelandair

Flugvél Icelandair á leið frá Keflavík til Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum í gær varð fyrir eldingu skömmu eftir flugtak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×