Viðskipti innlent

Hlutabréf í HB Granda rjúka upp

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa hækkað um 7,6 prósent eftir birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs.
Gengi hlutabréfa í HB Granda hafa hækkað um 7,6 prósent eftir birtingu uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Vísir/Valli
Gengi hlutabréfa í félaginu HB Granda hafa hækkað um yfir sjö prósent í 200 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. Líklega má rekja hækkunina til þess að félagið kynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær.

Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 12,7 milljónir evra og hækkaði um 3,6 milljónir evra milli ára. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25,2 milljónum evra, samanborið við 31,2 milljónir evra á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 57,2 milljónir evra og 152,5 milljónir evr á fyrstu níu mánuðum ársins og hækkuðu þær milli ára. EBITDA nam 19,2 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi samanborið við 15,6 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2015.

Heildareignir félagsins námu 457,7 milljónum evra í lok september 2016. Eigið fé nam 249,2 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 54,4 prósent en var 62,2 prósent í lok árs 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×