Lífið

Hlustaðu á syrpu með öllum Eurovision-lögunum í ár

Birgir Olgeirsson skrifar
Alexander Rybak verður fulltrúi Norðmanna í keppninni i ár.
Alexander Rybak verður fulltrúi Norðmanna í keppninni i ár.
Nú þegar rúmir tveir mánuðir eru í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, hefjist er ekki úr vegi að skoða hvaða lög verða þar. 43 þjóðir hafa skráð sig til leiks og hafa þær allar sent inn lögin sem verða framlög þeirra í Eurovision sem fer fram dagana 8., - 10. - og 12. maí næstkomandi í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal.

Íslendingar völdu Ara Ólafsson sem fulltrúa sinn að þessu sinni en hann mun flytja lagið Our Choice í fyrri undanriðli Eurovision sem fer fram þriðjudagskvöldið 8. maí næstkomandi.

Hér fyrir neðan má heyra syrpu með öllum 43 lögunum sem verða flutt í Eurovision. Leiknar eru um 20 sekúndur úr hverju lagi og er þetta mögulega fljótlegasta leiðin til að kynna sér keppnina í ár. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×