FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 10:04

Ekki er kyn ţó keraldiđ leki

SKOĐANIR

Hlustađu á nýja lagiđ međ Ásgeiri

 
Tónlist
15:04 17. MARS 2017
Ásgeir Trausti stefnir á ađ gefa út nýja plötu, Afterglow, 5.maí nćstkomandi.
Ásgeir Trausti stefnir á ađ gefa út nýja plötu, Afterglow, 5.maí nćstkomandi. VÍSIR/VILHELM

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sendir í dag frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag.

Áður hefur Ásgeir sent frá sér lagið Unbound. Stardust er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum auk þess sem það fæst frítt til niðurhals ásamt Unbound ef fólk forpantar Afterglow t.d. á heimasíðu Ásgeirs.

Sem fyrr er Ásgeir höfundur lags en heiðurinn að textanum á Högni Egilsson sem aðspurður segist hafa viljað fjalla um þá örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar. 

Sjá einnig: Poppað lag með texta frá Högna

„Stardust er lag sem ég samdi frekar snemma í plötuferlinu, sennilega sumarið 2015. Ég var bara að hugsa um að gera sniðugt popplag sem innihéldi tilraunir með hljóð og alls konar skemmtileg smáatriði í útfærslu og sem tæki sig ekkert alltof alvarlega. Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir Trausti.

Ásgeir tilkynnti nýverið um fyrstu tónleikaferðina sem hann fer í til að fylgja plötunni sinni eftir auk þess sem hann mun leika á sérstökum tónleikum í Eldborg í Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni í haust.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Tónlist / Hlustađu á nýja lagiđ međ Ásgeiri
Fara efst