Lífið

Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Belle & Sebastian.
Belle & Sebastian.
Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn.

Hljómsveitin hefur verið starfrækt undanfarin nítján ár eða síðan hún var stofnuð í Glasgow árið 1996. Er hún því á sínu tuttugasta starfsári en sveitin hefur sent frá sér níu plötur.

Belle & Sebastian spilar á opnunarkvöldinu á Ásbrú og fróðlegt verður að sjá hvaða lög sveitin mun taka. Hún hefur áður sótt Ísland heim en sveitin spilaði á Bræðslunni á Borgarfirði Eystra sumarið 2006 og svo á NASA í Reykjavík.

Spennandi verður að sjá hvaða lög sveitin mun spila á fimmtudaginn en hér að neðan má líta á lista yfir lögin sem Skotarnir spiluðu á Glastonbury hátíðinni um liðna helgi. Vísir hefur tekið lögin saman á YouTube playlista sem má hlusta á að neðan.

Nobody's Empire

I'm a Cuckoo

The Party Line

Another Sunny Day

Allie

Perfect Couples

Lord Anthony

Dear Catastrophe Waitress

If You Find Yourself Caught in Love

The Boy With the Arab Strap

I Didn't See It Coming






Fleiri fréttir

Sjá meira


×