Innlent

Hlupu úr salnum til að fínkemba snjóflóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Tuttugu mínútna hlé var gert á leik Leiknis og Fram á mánudaginn, þar sem óttast var að börn hefðu lent í snjóflóði sem fjall af þaki Fjarðarbyggðarhallarinnar á Reyðarfirði. Á myndbandi sem birt var á Twitter í gær, má sjá hvernig leikmenn og dómarar hlupu út til að fínkemba snjóinn og ganga úr skugga um að enginn hefði orðið fyrir flóðinu.

Samkvæmt frétt Austurfréttar var mikill viðbúnaður á svæðinu. Sjúkrabílar, lögregla, björgunarsveitir og íbúar komu einnig á staðinn til að leita í flóðinu.

Það tók um klukkustund að ganga úr skugga um að enginn hefði lent undir snjónum. Ekki var um mikinn snjó að ræða, en hann mun hafa verið blautur og þungur.

Annað myndband af aðgerðunum fyrir utan höllina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×