Lífið

Hlupu uppi Kára Stein fyrir miða í The Color Run

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári Steinn lenti í bullandi vandræðum.
Kári Steinn lenti í bullandi vandræðum. vísir
Langhlauparinn Kári Steinn Karlsson tók þátt í skemmtilegri uppákomu ásamt Saffran, The Color Run og FM957 á dögunum.

Í beinni útsendingu á FM957 sagðist Kári Steinn vera á Saffran Dalvegi og þeir fyrstu sem myndu ná honum á staðnum fá miða í The Color Run by Alvogen sem fram fer í miðbæ Reykjavíkur þann 6. júní.

Fyrstu hlustendur mættu á svæðið nokkrum sekúndum eftir að greint var frá þessu á FM957 og í meðfylgjandi myndbandi má sjá áhlaup hlustenda á Kára Stein.

Hlauparinn Kári Steinn Karlsson sló í gegn fyrir utan SAFFRAN Dalvegi. Fyrstu 5 sem náðu Kára fengu miða! Sjón er sögu ríkari :)

Posted by The Color Run Iceland on 27. maí 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×