Sport

Hlupu maraþon í blíðskaparviðri í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Margeir Kúld Eiríksson klárar maraþonið.
Margeir Kúld Eiríksson klárar maraþonið. Mynd/Sigrún Erlendsdóttir
Hið árlega Vormaraþon Félags Maraþonhlaupara fór fram í blíðskaparveðri í morgun. Um tvö hundruð hlauparar tóku þátt og þar af voru 21 í heilu maraþoni.

Hlaupið var frá stokknum í Elliðaárdal út Fossvoginn, lykkju í Öskjuhlíð og út á Ægisíðu og til baka fyrir þá sem hlupu hálft maraþon. Þeir sem fóru heilt tóku hringinn tvisvar sinnum.

Í tilkynningu segir að nokkrir erlendir hlauparar hafi tekið þátt, auk tveggja hlauparaa á áttræðisaldri sem hlupu hálft maraþon á glæsilegum tímum.

Sigurvegarar í heilu maraþoni 42,2km voru:

Konur:

1.sæti Eva Ólafsdóttir 3:34:31

2.sæti Elsa Þórisdóttir 4:26:44

Karlar:

Margeir Kúld Eiríksson 3:04:52

Trausti Valdimarsson 3:12:51

Erlendur Steinn Guðnason 3:14:58

Sigurvegarar í hálfu maraþoni 21,1km

Konur:

Anna Berglind Pálmadóttir 1:26:56

Melkorka Árný Kvaran 1:34:36

Sigurbjörg Eðvarsdóttir 1:34:53

Karlar:

Ingvar Hjartarsson 1:17:05

Rúnar Örn Ágústsson 1:17:31

Jósep Magnússon 1:20:40

Mynd/Sigrún Erlendsdóttir
.

Mynd/Sigrún Erlendsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×