Viðskipti innlent

Hlöllabátar skiluðu 20 milljóna hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Félagið rekur skyndibitastaðinn Hlölla á Höfðanum.
Félagið rekur skyndibitastaðinn Hlölla á Höfðanum. Vísir/GVA
Hagnaður Hlöllabáta ehf., sem rekur skyndibitastaðinn Hlölla á Höfðanum, nam rúmum 20 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Systkinin Róbert Árni og Málfríður Eva Jörgensen eiga félagið, ásamt mökum sínum, í gegnum Ergosspa ehf. Samkvæmt ársreikningnum var ákveðið að greiða 15 milljónir króna í arð til hluthafa en félagið skilaði einnig hagnaði árið 2012 og þá upp á rúmar sjö milljónir. Hlöllabátar áttu við lok árs 2013 eignir metnar á 34 milljónir króna en skulduðu þá um 30 milljónir.

„Þessi afkoma skýrist að stórum hluta af því að við eigendurnir vinnum rosalega mikið sjálf á staðnum og náum þannig að draga úr kostnaði. Svo gengur líka vel og varan er alltaf að verða betri og betri að okkar mati,“ segir Róbert Árni Jörgensen í samtali við Markaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×