Erlent

Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir um sveiflur fiseinda

Atli Ísleifsson skrifar
Kajita starfar við háskólann í Tókýó og McDonald er forstöðumaður Sudbury Neutrino Observatory Institute.
Kajita starfar við háskólann í Tókýó og McDonald er forstöðumaður Sudbury Neutrino Observatory Institute. Mynd/NobelPrize
Japaninn Takaaki Kajita og Kanadamaðurinn Arthur B. McDonald hljóta Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár. Tvímenningarnir fá verðlaun fyrir rannsóknir sínar á sveiflum fiseinda, sem sanna að fiseindir hafa massa.

Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum í Stokkhólmi í morgun.

Kajita starfar við háskólann í Tókýó og McDonald er forstöðumaður Sudbury Neutrino Observatory Institute.

Fræðast má nánar um fiseindir á Stjörnufræðivefnum.

Japanirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á sviði ljóstækni.

Nóbelsnefndin tilkynnti í gær að Írinn William C. Campbell og Japaninn Satoshi Ōmura annars vegar og Kínverjinn Youyou Tu hins vegar deili með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði ár. Vísindamennirnir hljóta verðlaunin fyrir þróun sína á lyfjum og meðferðum gegn sníkjudýrasjúkdómum.

BREAKING NEWS The 2015 #NobelPrize in Physics is awarded to Takaaki Kajita @ The University of Tokyoand Arthur B....

Posted by Nobel Prize on Tuesday, 6 October 2015

The Nobel Medal for Physics was designed by Swedish sculptor and engraver Erik Lindberg and represents Nature in the...

Posted by Nobel Prize on Tuesday, 6 October 2015

Tengdar fréttir

Lyf sem gagnast milljónum

Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×