Innlent

Hljóp tíu ferðir upp Esjuna á ótrúlegum tíma

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Þorlákur Jónsson, hlaupari.
Þorlákur Jónsson, hlaupari. mynd/Ofurhlaup
Þorlákur Jónsson, hlaupari, sigraði í tíu ferða hlaupi Mt. Esja Ultra ofurhlaupsins sem fram fór í dag. Þorlákur hljóp þessa lengstu leið hlaupsins á ellefu klukkustundum og 27 mínútum.

Elísabet Margeirsdóttir, einn af skipuleggjendum hlaupsins, segir að tími Þorláks sé hreint út sagt ótrúlegur en hlaupið var 70 kílómetrar að lengd.

Um 70 hlauparar tóku þátt í ofurhlaupinu en hlaupið var upp og niður Esjuna.

Þrjár vegalengdir voru í boði: 2, 5 og 10 hringir upp að Steini.

Þorlákur kemur í mark.mynd/Ofurhlaup
Mikið lá undir hjá þátttakendum en þeir sem hlupu tíu eða fimm hringi söfnuðu punktum sem veita inngöngu fjallahlaup erlendis, þar á meðal Ultra Trail Mont-Blanc.

Elísabet segir að hlaupið hafi gengið afar vel enda lék veðrið við þátttakendur.


Tengdar fréttir

Allt til reiðu fyrir ofurhlaup á Esju

„Þetta er allt að smella saman," segir Elísabet Margeirsdóttir, hlaupadrottning og veðurfréttakona. Hún er ein af skipuleggjendum Mt. Esja Ultra Trail ofurhlaupsins sem fram fer á laugardaginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×