Innlent

Hlíðarfjall opnað á föstudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. Mynd/Auðunn Níelsson
Skíðabrekkurnar verða opnaðar í Hlíðarfjalli klukkan fjögur á föstudaginn. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að með því hefjist formlega skíðavertíðin á Norðurlandi. Mikið hefur snjóað á Akureyri síðustu vikuna.

„Já, það má segja að þetta sé ýmist of eða van. Það hefur þó ekki fest mikinn snjó hér í Fjallinu. Þetta fýkur allt jafnóðum niður í bæ en það hefur verið kalt og við höfum því getað látið snjóbyssurnar ganga viðstöðulaust til að búa til gott skíðafæri,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíðasvæðisins í tilkynningunni.

„Hér er því fönn, fönn, fönn, ekta íslensk fönn, eins og Stuðmenn sungu um árið.“

Opið verður í Hlíðarfjalli frá kl. 16–19 á föstudaginn og frá 10–16 á laugardag og sunnudag. Á mánudag verður opið frá kl. 12–19 en lokað á Þorláksmessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×