Erlent

Hlébarði særði sex í indverskum skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Hlébarðinn er átta ára.
Hlébarðinn er átta ára. Vísir/AFP
Karlkyns hlébarði særði sex manns eftir að hafa haldið inn í skóla í indversku borginni Bangalore í gær.

Í frétt BBC segir að um tíu klukkustundir hafi tekið að ná hlébarðanum og særðust meðal annarra vísindamaður og skógarfræðingur eftir að hafa reynt að flýja frá dýrinu.

Hlébarðinn, sem er átta ára, hélt inn í Vibgyor International school og var að lokum deyfibyssu og síðar sleppt.

Áætlað er að milli 12 og 14 þúsund hlébarðar lifi villtir í Indlandi.

Myndband náðist af árásum dýrsins og má sjá það að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×