Innlent

Hlé gert á leit á Strandarheiði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá leit björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn í gær.
Frá leit björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn í gær. Vísir/Anton Brink
Hlé hefur verið gert á leit björgunarsveita á Srandarheiði. Þetta staðfestir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn hafa þar í dag og í gær leitað með hjálp leitarhunda á vegarkaflanum sem leiðir upp að Keili.

„Lögreglan er ekki búin að blása af leitina, þannig að við höldum áfram á morgun. En þessu verkefni í dag er lokið, uppi á Strandarheiði,“ segir Þorsteinn.

Mun leit halda áfram á Strandarheiði á morgun?

„Ef það kemur vísbending um eitthvað annað svæði þá förum við þangað. Ef við og lögregla teljum að það sé nauðsynlegt að skoða fleiri svæði þarna á Strandarheiði þá gerum við það. Þetta er alltaf í sífelldri endurskoðun og miðast ávallt út frá því sem við höfum fyrirliggjandi hverju sinni.“

Tekin var ákvörðun um að leitað væri á Strandarheiði vegna ábendingar sem barst lögreglu um bílljós sem sést höfðu þar á laugardagsmorgun. 

Samkvæmt Þorsteini tók ekki mikill mannskapur þátt í leitinni en með í för voru sérhæfðir leitarhundar. Þá er björgunarsveitarfólkið sem tók þátt í leitinni meðal annars sérhæft í hegðun týndra. 

„Þetta eru ekki víðavangsleitarhundar, þetta eru snjóflóðaleitarhundar. Þetta eru hundar sem leita og skanna minna svæði,“ segir Þorsteinn.


Tengdar fréttir

Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði

Leitin að Birnu Brjánsdóttur hélt áfram í gær af fullum þunga. Sjö kafarar köfuðu við Hafnarfjarðarhöfn og einnig var leitað á Strandarheiði. Birna átti ekki í neinum samskiptum á Tinder eða Badoo. Móðir hennar sendi frá sér yfir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×