Sport

Hlaupin í Prag verða á þessum styrkleika

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir vonaðist eftir betra sæti.
Aníta Hinriksdóttir vonaðist eftir betra sæti. vísir/Vilhelm
„Við vonuðumst eftir betra sæti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hlaupadrottningarinnar Anítu Hinriksdóttur, um 800 metra hlaup hennar á sterku innanhússmóti í Birmingham sem fram fór á laugardaginn. Aníta hljóp á 2:03,09 mínútum og hafnaði í fimmta sæti.

„Hlaupið þróaðist eins og við vonuðumst eftir en það vantaði léttleika í hana síðustu 300 metrana,“ segir Gunnar Páll.

„Hugsanlega vorum við ekki að hvíla hana nógu mikið fyrir hlaupið til að ná þessum frískleika. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu gagnvart Prag.“

Næsta verkefni Anítu er bikarkeppnin um næstu helgi en eftir það heldur hún til Prag í Tékklandi þar sem EM innanhúss fer fram.

„Það safnast saman reynsla í svona hlaupum. Það er öðruvísi og betra að hlaupa þegar allir keppendurnir í kringum þig eru jafn sterkir eða sterkari. Þetta er eitthvað sem Aníta má búast við að gerist á EM,“ segir hann.

Stefnan er skýr fyrir Prag: „Við reiknum með að hlaupin í Prag verði á þessum styrkleika og þar þarf hún einfaldlega að vera framar. Stefnan er að komast í úrslit.“


Tengdar fréttir

Aníta kom fimmta í mark á Englandi

Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, lenti í 5. sæti í 800 metra hlaupi á Sainsbury Grand Prix mótinu í frjálsum íþróttum innanhús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×