Innlent

Hlauphjól stóðust fæst skoðun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þessir ítölsku ferðalangar fóru um landið hlaupahjólum sumarið 2012.
Þessir ítölsku ferðalangar fóru um landið hlaupahjólum sumarið 2012. Fréttablaðið/Ernir
Yfir 94 prósent af hlaupahjólum sem send voru til sérstakrar skoðunar í Frakklandi reyndust ekki í lagi, að því er fram kemur á vef Neytendastofu.

Skoðuð voru yfir 5.000 hlaupahjól og úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Tvö leikfangahlaupahjól af 49 stóðust skoðun og tvö sporthlaupahjól af 20. „Ekkert hlaupahjól var með það mikinn galla að það þurfti að innkalla það,“ segir á vef Neytendastofu.

Meiri kröfur eru gerðar til sporthlaupahjóla þar sem ætlað er að álagið á þeim hjólum sé meira heldur en á leikföngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×