MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Hlaupaleikurinn á undanhaldi í NFL-deildinni

 
Sport
14:30 06. JANÚAR 2016
Adrian Peterson hljóp lengst allra í deildinni í vetur.
Adrian Peterson hljóp lengst allra í deildinni í vetur. VÍSIR/GETTY

Það hefur verið talað um það síðustu ár að NFL-deildin sé orðin „kastdeild“ og hlaupaleikurinn sé á undanhaldi. Það sannaðist rækilega í vetur.

Aðeins sjö hlauparar náðu að hlaupa yfir 1.000 jarda á leiktíðinni en það er það lélegast síðan árið 1991. Aðeins tveir komust síðan yfir 1.200 jarda en það voru þeir Adrian Peterson hjá Minnesota (1.485) og Tampa Bay hlauparinn Doug Martin (1.402).

Á móti kemur að tólf leikstjórnendur köstuðu yfir 4.000 jarda á leiktíðinni. Drew Brees hjá New Orleans kastaði lengst allra eða 4.870 jarda.

Það hafa líka aldrei fleiri útherjar náð að grípa bolta fyrir meira en 1.000 jördum. Þeim árangri náðu 26 útherjar í dag en metið var 24. Julio Jones hjá Atlanta þar fremstur í flokki með 1.871 jarda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Hlaupaleikurinn á undanhaldi í NFL-deildinni
Fara efst