Handbolti

HK fær liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Daði er efnilegur markvörður.
Aron Daði er efnilegur markvörður. Heimasíða HK
Markvörðurinn Aron Daði Hauksson er genginn í raðir HK frá ÍR. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK um helgina.

Aron, sem er tvítugur, þekkir ágætlega til Bjarka Sigurðssonar, þjálfara HK, sem stýrði ÍR á síðasta tímabili.

Bjarki hefur verið duglegur að fá til sín leikmenn í sumar. Guðni Már Kristinsson kom frá ÍR, bræðurnir Þorgrímur Smári og Lárus Helgi Ólafssynir og Daði Laxdal Gautason komu frá Val og Þorkell Magnússon frá ÍH.

Þá skrifaði línumaðurinn Eva Hrund Harðardóttir einnig undir tveggja ára samning við HK um helgina.

Eva, sem er 29 ára, kemur frá ÍR, þar sem hún lék á síðasta tímabili, en hún hefur lengst af leikið með Fram. Eva þekkir þó ágætlega til í Digranesinu en hún æfði með HK til 13 ára aldurs, áður en hún færði sig yfir til Fram.

Eva Hrund er kominn aftur til HK.Heimasíða HK

Tengdar fréttir

Björn Ingi frá HK í Stjörnuna

Markvörðurinn Björn Ingi Friðþjófsson hefur ákveðið að söðla um og gengið til liðs við nýliða Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta frá HK. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í morgun.

Bjarki Sigurðsson tekur við HK

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi færir sig úr Breiðholtinu yfir í Kópavoginn en hann stýrir HK næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×