Íslenski boltinn

HK enn taplaust og öflugur sigur Ólafsvíkinga fyrir norðan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar skorar og skorar.
Brynjar skorar og skorar. vísir/anton
HK slakar ekkert á í toppbaráttunni í Inkasso-deild karla en HK vann 2-0 sigur á Njarðvík í kvöld. Fjórir leikir voru í deildinni í kvöld.

Brynjar Jónasson og Birkir Valur Jónsson skoruðu mörk Kópavogsliðsins sem bæði komu í fyrri hálfleik. HK í öðru sætinu taplaust, tveimur stigum á eftir toppliði ÍA, en Njarðvík í áttunda sætinu með níu stig.

Víkingur Ólafsvík vann afar mikilvægan 2-0 sigur á Þór í toppbaráttuslag norðan heiða. Kwame Quee kom Víkingi yfir á 77. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Ingibergur Kort Sigurðsson forystuna.

Víkingur komst því upp fyrir Þór og er nú í þriðja sæti deildarinnar með sextán stig en sæti neðar sitja Þórsarar með fjórtán stig, nú sex stigum á eftir Skagamönnum.

ÍR vann svo afar sterkan sigur á Fram á nútivelli, 2-1. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir en Guðfinnur Þórir Ómarsson og Jón Gísli Ström svöruðu fyrir Breiðhyltinga fyrir hlé.

ÍR er þó enn í ellefta sætinu, nú með sex stig, en Framarar eru um miðja deild; í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig.

Fyrr í kvöld vann svo ÍA sigur á Magna en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×