Erlent

Hjúkrunarfræðingur í Kanada ákærður fyrir átta morð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan fór fyrir dóm í dag.
Konan fór fyrir dóm í dag. Vísir/AFP
48 ára gömul kona sem gegndi starfi hjúkrunarfræðings á öldunarheimili í Ontario í Kanada hefur verið ákærð fyrir að morð á átta eldri borgurum sem dvöldu á öldrunarheimilinu.

Konan, Elizabeth Tracey Mae Wettlaufer, er talin hafa framið morðin á árunum 2007-2014. Þau sem hún er talin hafa myrt voru á aldrinum 75 til 96 ára, þrír karlmenn og fimm konur. Í sjö af átta tilvikum var fórnarlömbunum gefinn of stór skammtur af lyfjum.

Lögregla telur víst að Wettlaufer hafi átt auðvelt með að nálgast lyfin sem starfsmaður öldrunarheimilisins Talsmaður öldrunarheimilisins segir að Wettlaufer hafi haft öll tilskilin leyfi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur. Hún lét af störfum fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×