Fótbolti

Hjörvar fer yfir slakan árangur Lars á stórmótum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sumarmessan var venju samkvæmt á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar fóru þeir Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leik Íslands og Ungverjalands, hina tvo leiki gærdagsins á EM og Copa América.

Í yfirferð þeirra yfir leik Íslendinga og Ungverja í Marseille benti Hjörvar á hversu fáa leiki lið undir stjórn Lars Lagerbäck hafa unnið á stórmótum.

Sjá einnig: Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi

Lars hefur stýrt Íslandi, Svíþjóð og Nígeríu í 23 leikjum á HM og EM frá árinu 2000 en aðeins fjórir þeirra hafa unnist.

Svíar unnu Nígeríu 2-1 á HM 2002 og Paragvæ 1-0 á HM 2006, Búlgaríu 5-0 á EM 2004 og Grikkland 2-0 fjórum árum síðar.

„Ég held að hann sé með 17% vinningshlutfall á stórmótum. Hann hefur aldrei unnið Evrópuþjóð á HM og allt í allt tvo fótboltaleiki á EM,“ sagði Hjörvar í þættinum í gærkvöldi.

„Hann var með þessa gullkynslóð Svía þar sem þú varst með Zlatan [Ibrahimovic], Henrik Larsson, [Olaf] Mellberg og [Freddie] Ljungberg.

„Og árangurinn í lokakeppni var þessi. Það virðist sem leikir í undankeppni henti honum betur. Hann er kannski pínu passívur,“ bætti Hjörvar við.

Sjá einnig: Svíar komnir til Marseille til að styðja Lagerbäck og Ísland | Myndband

Þrátt fyrir að hafa ekki enn unnið leik á EM í Frakklandi eiga íslensku strákarnir góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit eins og farið er yfir hér.


Tengdar fréttir

Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum

Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn.

Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag.

Aron Einar: Ég verð klár á miðvikudaginn

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, verður klár í slaginn á miðvikudaginn, en hann fór af velli þegar tæpar 30 mínútur voru til leiksloka.

Alfreð kominn í bann

Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn.

Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur

Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi.

Kolbeinn maður leiksins hjá UEFA

Kolbeinn Sigþórsson var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína í leik Íslands og Ungverjalands í F-riðli á EM 2016 sem er nýlokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×