Enski boltinn

Hjörvar: Skil ekki hvernig menn reikna uppbótartímann | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi hélt Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur stöðvarinnar, mikla eldræðu um uppbótartíma og spurði sig hvernig hann væri reiknaður út.

Honum fannst uppbótartíminn alltof stuttur í leik Aston Villa og Manchester United þar sem heimamenn nýttu hvert tækifæri til að kaupa sér sekúndur í von um að innbyrða eitt stig.

„Ég hef pælt mikið í þessu þar sem nú horfi ég meira á spænska boltann en margir. Stundum er flautað af strax en stundum er einni mínútu bætt við þó greinilegt er að uppbótartími eigi að vera lengri,“ sagði Hjörvar.

„Ég fór að velta þessu fyrir mér á laugardaginn. Hverju er bætt við? Hér er rautt spjald og það tekur tvær mínútur að koma leiknum aftur í gang. Hér fer boltinn út af og það er búinn til leikþáttur. Hann nær sér þarna í hálfa mínútu; svo eru gul spjöld og skiptingar.“

Farið var svo betur yfir það hvernig Aston Villa náði að tefja leikinn og fékk meira að segja hjálp frá áhorfendum. „Ég skil ekki hvernig menn reikna þetta út,“ sagði Hjörvar.

Guðmundur Benediktsson og Ríkharður Daðason blönduðu sér einnig í umræðuna og var farið yfir höfuðmeiðsli Martins Skrtel í leik Arsenal og Liverpool. Fannst öllum rétt að gera að sárum hans inni á vellinum.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×