Íslenski boltinn

Hjörvar: Með kærustuna á Hlíðarenda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur er á góðri siglingu eftir sannfærandi 4-2 sigur á ÍA í Pepsi-deild karla um helgina.

Valur tapaði ekki leik allan júnímánuð og þjálfarinn Ólafur Jóhannesson fékk mikið lof í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Sóknarmenn Vals fóru margsinnis illa með Skagavörnina í leiknum eins og fjallað er um í innslaginu sem má sjá hér fyrir ofan.

„Vörn ÍA var flöt og þeim er vorkun því þeir fengu enga aðstoð frá miðjumönnunum sínum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Marko Andelkovic er góður í fótbolta en djöfull var hann latur í leiknum. Hann var bara ekki „fitt“. Hann var búinn eftir korter,“ sagði Arnar og bætti við að 4-4-2 leikkerfið henti honum illa.

Hjörvar segir að skemmtilegustu leikir deildarinnar fari fram á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda.

„Ef þú ætlar með kærustuna á stefnumót og fara á leik í Pepsi-deildinni, þá ferðu með hana á Hlíðarenda. Það er alltaf geggjuð skemmtun.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×