Fótbolti

Hjörtur sá rautt eftir 11 mínútur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur og félagar lentu í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum.
Hjörtur og félagar lentu í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði aðeins 11 mínútur þegar Bröndby tapaði fyrir Nordsjælland, 1-2, í lokaumferð úrslitariðils dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Teemu Pukki kom Bröndby yfir á 9. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk Hjörtur reisupassann fyrir að brjóta á Karlo Bartolec sem var að sleppa í gegnum vörn Bröndby.

Einum færri héldu leikmenn Bröndby forystunni fram á 55. mínútu þegar Marcus Ingvartsen jafnaði metin. Tveimur mínútum síðar skoraði Mathias Rasmussen sigurmark Nordsjælland sem endaði í 5. sæti riðilsins. Rúnar Alex Rúnarsson er enn frá vegna meiðsla hjá Nordsjælland.

Bröndby endaði í 2. sæti þrátt fyrir að hafa tapað síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þá tapaði liðið fyrir FC Köbenhavn í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar.

Bröndby fer í Evrópudeildina ásamt Lyngby sem tók 3. sætið með frábærum endaspretti. Lyngby bar sigurorð af Midtjylland í dag, 0-3, og vann því síðustu fimm leiki sína.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn Lyngby sem kom mikið á óvart á tímabilinu. Hallgrímur lék alls 21 leik í dönsku deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×