Lífið

Hjörðin bjargaði fílsunga frá drukknun

Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Myndbandið var tekið upp á Ol Pejeta verndarsvæðinu í Kenýa.
Myndbandið var tekið upp á Ol Pejeta verndarsvæðinu í Kenýa.
Fílar eru taldir með gáfuðustu skepnum á jörðinni en þeir eru einnig þekktir fyrir að halda hópinn. Í myndbandi sem gengið hefur um á netinu sést hvernig fílahjörð bjargar fílsunga frá því að drukkna.

Myndbandið birtu ferðamenn en það er tekið upp á Ol Pejeta verndarsvæðinu í Kenýa. Þar sést þegar árstraumur grípur fílsunga með sér þegar hjörðin fer á milli árbakka.

Fílarnir eru fljótir að bregðast við og einn sést stökkva strax til og grípa með rananum til ungans. Allt gengur þetta upp og hjálpast fílarnir við að koma öllum aftur á þurrt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×