Erlent

Hjón í haldi vegna pyntinga

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Tæknideild lögreglu fann líkamsleifar á heimili hjónanna.
Tæknideild lögreglu fann líkamsleifar á heimili hjónanna. Nordicphotos/AFP
Hjón á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu í Höxter í norðvesturhluta Þýskalands vegna gruns um að hafa myrt tvær konur.

Hjónunum er gert að hafa lokkað konurnar til sín í gegn um stefnu­móta­síður, pyntað þær og myrt og losað sig við líkamsleifar annarrar í arni á heimili hjónanna.

Rannsóknarlögregla telur að hjónin kunni að hafa myrt fleiri, en hún hefur rannsakað dauða konu sem lést á sjúkrahúsi af sárum eftir pyntingar. Talið er að hjónin hafi skilað konunni heim eftir grófar pyntingar.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×