Innlent

Hjón á Akureyri sváfu til skiptis á tugmilljóna lottómiða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lottópotturinn verður einfaldur að viku liðinni.
Lottópotturinn verður einfaldur að viku liðinni. Vísir
Hjón á Akureyri voru ekki mikið að stressa sig á því að hafa unnið 64,6 milljónir í lottóvinning á gamlársdag. Þau skáluðu í freyðivíni og sváfu á miðanum í þrjá vikur þangað til þau vitjuðu vinningisins.

Hjónin sem eru bæði hætt að vinna vissu strax á nýársnótt að þeirra biði rúmlega 64 milljón króna vinningur eftir að hafa lesið frétt á netinu um að vinningsmiðinn hefði verið seldur í Hagkaup Akureyri.

Afkomendur hjónanna voru í heimsókn hjá þeim. Freyðivínsflöskuna sem var til á heimilinu var opnuð og það var skálað fyrir nýju ári og vinninngum milljónum.

Um leið og ljóst var að þetta var vinningsmiðinn var hann strax settur í umslag og sváfu hjónin á honum til skiptis þannig að engin hætta yrði á að honum yrði stolið.

Hjónin voru áður búin að skipuleggja ferð til borgarinnar um miðjan janúar og notuðu ferðina til að koma miðanum til Getspár en það gerðu þau í gær.

Börnin fá að njóta vinningsins með foreldrum sínum en hjónin voru að öðru leiti ekki búin að gera ráðstafanir en þau ætla að minnsta kosti ekki að flana að neinu strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×