Innlent

Hjólreiðakappar þeysast um miðborgina

Birta Björnsdóttir skrifar
KexReið 2014 var ræst við KexHostel á sjöunda tímanum í kvöld en um að að ræða  hjólreiðakeppni Kex Hostel og Kría Cycles, sem nú er haldin í annað sinn.

Hjólreiðamenn- og konur lögðu upp í 30 kílómetra hjólaferð um höfuðborgarsvæðið en til að tryggja öryggi keppenda sem og annarra vegfarenda á keppnissvæðinu voru lokanir víðsvegar á leiðinni, vaktaðar af sjálfboðaliðum frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi, en hluti skráningargjaldsins rennur einmitt til Hjálparsveitarinnar.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin bæði í karla og kvennaflokki.

Myndskeið af ræsingunni má nálgast hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×