Innlent

Hjólaði hundrað þúsund kílómetra og fékk köku

ingvar haraldsson skrifar
Samstarfsfélagar Stefáns gáfu honum köku þegar hann lauk hundrað þúsundasta kílómetranum.
Samstarfsfélagar Stefáns gáfu honum köku þegar hann lauk hundrað þúsundasta kílómetranum.
Stefán Stefánsson ákvað fyrir nítján árum að honum skyldi takast að hjóla hundrað þúsund kílómetra. Þeim áfanga náði hann þegar hann hjólaði í vinnuna í morgun en Stefán er starfsmaður Gæðabaksturs - Ömmubaksturs.

Stefán hefur því hjólað vegalengd sem jafngildir tveimur og hálfum hring umhverfis jörðina. Að meðaltali hjólaði Stefán 5263 kílómetra á ári, 101 kílómetra á viku og 14 kílómetra á dag.



Samstarfsfélagar hans hjá Gæðabakstri skelltu í einu köku handa Stefáni í tilefni dagsins.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×